Lágfreyðandi hreinsigrunnur 1L - Óblandaður alhreinsigrunnur
Þessi óblandaði grunnur er einn fjölhæfasti hreinsir sem völ er á og einstaklega öflug lausn við erfiðustu verkefnum. Þrátt fyrir að vera sérstaklega róttækur og kröftugur er þessi sítrushreinsir náttúrulegur og tærir hvorki né skaðar umhverfi, yfirborð eða lagnir. Hann má nota óblandaðan á svæsnustu óhreinindi eða þynna í allt að 64:1 og nota á öll yfirborð sem má þvo hvort sem um er að ræða málma, keramik, teppi eða annað tau.
Leiðbeiningar: Fyrir létt dagleg þrif má þynna allt að 64:1 með köldu eða heitu vatni en eftir þörfum fyrir erfiðustu bletti (lím - 10:1, tyggjó-5:1). Má úða, bera á, bursta og láta liggja á. Efnið er lágfreyðandi og hentar því sérstaklega vel fyrir teppahreinsivélar en mælt er með því að efnið sé þynnt 20:1 fyrir véla- og teppahreinsun.
Stærð: 1000ml, 5000ml |